Royal í Hellisheiðarvirkjun

Ségolène Royal umhverfisráðherra Frakklands
Ségolène Royal umhverfisráðherra Frakklands AFP

Umhverfisráðherra Frakklands, Ségolène Royal, er stödd á Íslandi í boði utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Auk funda með ráðherrunum mun Royal kynna sér orkutengdan iðnað hér á landi.

Royal mun jafnframt eiga fundi með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og umhverfisráðherra, Sigrúnu Magnúsdóttur.

Frakkland verður gestgjafi ríkjaráðstefnu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í desember n.k. þar sem stefnt er að undirritun nýs rammasamnings SÞ um loftslagsmál. 

Royal er fyrrum þingmaður á franska þinginu og bauð sig fram, fyrst kvenna, í forsetakosningunum í Frakklandi árið 2007 fyrir Sósíalistaflokkinn en laut í lægra haldi fyrir Nicolas Sarkozy, frambjóðanda hægri flokksins, UMP. Hún er fyrrverandi sambýliskona François Hollande, Frakklandsforseta, en þau bjuggu saman í um þrjátíu ár. Þau eiga fjögur börn saman, Thomas (1984), Clémence (1985), Julien (1987) og Flora (1992).

Í júní 2007, einungis mánuði eftir að Royal tapaði forsetakosningunum, tilkynntu þau um skilnað.

Árið 2008 tapaði Royal baráttunni um formannssætið í Sósíalistaflokknum fyrir Martine Aubry. Í lok nóvember 2010 tilkynnti Royal að hún stefndi að því að verða aftur frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum 2012 en Hollande hafði betur. Árið 2012 reyndi hún að komast á þing en mistókst.

Royal heimsækir borholu við Hellisheiðarvirkjun í dag og á morgun undirritar hún samkomulag um samstarf milli jarðhitaklasa á Íslandi og Frakklandi í Bláa Lóninu. 

<blockquote class="twitter-tweet">

Programme de travail du 27 au 31 juillet 2015 <a href="http://t.co/xVxBjHXQBU">pic.twitter.com/xVxBjHXQBU</a>

— Ségolène Royal (@RoyalSegolene) <a href="https://twitter.com/RoyalSegolene/status/624602196835840000">July 24, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Fylgjendur hennar á Twitter hafa greinilega áhuga á Íslandsferðalagi hennar því þar má meðal annars finna þetta myndskeið frá Bjarnarflagi

<blockquote class="twitter-tweet">

<a href="https://twitter.com/jerem_maltesers">@jerem_maltesers</a> <a href="https://twitter.com/RoyalSegolene">@RoyalSegolene</a> <a href="https://twitter.com/nobr_">@nobr_</a> première centrale géothermique d'Islande, Bjarnarflag construite en 1969... <a href="http://t.co/modaC9v2zM">pic.twitter.com/modaC9v2zM</a>

— Rémi Lonosa (@Remi_Lonosa) <a href="https://twitter.com/Remi_Lonosa/status/625793842273460228">July 27, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
Segolene Royal
Segolene Royal AFP
Ségolène Royal
Ségolène Royal AFP
Ségolène Royal
Ségolène Royal mbl.is/afp
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert