Vildi að Vigdís fengi að njóta sín

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. mbl.is/Golli

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son for­seti Íslands seg­ist ekki hafa viljað skyggja á Vig­dísi Finn­boga­dótt­ir með því að mæta á at­höfn­ina sem hald­in var í til­efni af því að 35 ár eru liðin frá því að Vig­dís var kos­in for­seti Íslands.

Frá þessu grein­ir hann í viðtali hjá Sölva Tryggva­syni á Hring­braut. Ein­hverj­ir hafa gagn­rýnt Ólaf Ragn­ar fyr­ir að hafa ekki verið viðstadd­ur at­höfn­ina.

„Mér finnst sér­kenni­legt að hlusta á þessa gagn­rýni. Þetta var ekki op­in­ber at­höfn held­ur viðburður til að heiðra Vig­dísi per­sónu­lega. Ef ég og aðrir for­svars­menn þjóðar­inn­ar hefðum mætt þá hefðum við verið að skyggja á eðli sam­kom­unn­ar. Þarna var veriðað heiðra Vig­dísi per­sónu­lega fyr­ir henn­ar mikla sögu­lega hlut­verk og mér fannst að hún ætti að fá að njóta þess ein og sér með fólk­inu án þess að ég eða aðrir fær­um að koma á þann vett­vang,“ seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar.

Hann bend­ir líka á að skipu­legg­end­ur viðburðar­ins hafi ekki gert ráð fyr­ir því að hann myndi mæta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert