Vildi að Vigdís fengi að njóta sín

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. mbl.is/Golli

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segist ekki hafa viljað skyggja á Vigdísi Finnbogadóttir með því að mæta á athöfnina sem haldin var í tilefni af því að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís var kosin forseti Íslands.

Frá þessu greinir hann í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni á Hringbraut. Einhverjir hafa gagnrýnt Ólaf Ragnar fyrir að hafa ekki verið viðstaddur athöfnina.

„Mér finnst sérkennilegt að hlusta á þessa gagnrýni. Þetta var ekki opinber athöfn heldur viðburður til að heiðra Vigdísi persónulega. Ef ég og aðrir forsvarsmenn þjóðarinnar hefðum mætt þá hefðum við verið að skyggja á eðli samkomunnar. Þarna var veriðað heiðra Vigdísi persónulega fyrir hennar mikla sögulega hlutverk og mér fannst að hún ætti að fá að njóta þess ein og sér með fólkinu án þess að ég eða aðrir færum að koma á þann vettvang,“ segir Ólafur Ragnar.

Hann bendir líka á að skipuleggendur viðburðarins hafi ekki gert ráð fyrir því að hann myndi mæta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert