„Þetta er ekki nógu mikið rannsakað“

„Við sjá­um ekki mikið af fólki með auka­verk­an­ir eft­ir húðflúr á stof­um. Hins veg­ar var ég að sjá ný­lega grein frá Banda­ríkj­un­um frá því í maí. Þar fengu 10% af 300 ein­stak­ling­um sem fengu húðflúr ein­hvers­kon­ar auka­verk­an­ir eft­ir það. Auka­verk­an­irn­ar voru þá kláði, bólga eða skorpu­mynd­un sem löguðust með tím­an­um,“ seg­ir Stein­grím­ur Davíðsson, húðlækn­ir, við mbl.is. 

Eins og mbl.is greindi frá í gær fékk Gerða Kristjáns­dótt­ir of­næmi vegna rauðs litar í húðflúri sem hún fékk. Á end­an­um þurfti að fjar­lægja húð af hand­legg henn­ar þar sem flúrið var.

Frétt mbl.is: „Eins og skrilljón nál­ar inni í húðinni“

Steín­grím­ur seg­ir að ör­fá­ir hafi hlotið al­var­leg­ar auka­verk­an­ir. „6% af þess­um 300 fengu ein­kenni eft­ir húðflúrið sem vörðu leng­ur en fjóra mánuði, þá er það krón­ískt. Sum­ir voru jafn­vel með ein­kenni í mörg ár. Þá eru þetta ein­kenni eins og kláði, þykkildi í húð, hreist­ur­mynd­un og bólga. Þetta er oft tengt ákveðnum lit­um.“

Vit­um ekki nóg um þessi mál

Stein­grím­ur seg­ir málið ekki svo ein­falt að í öll­um til­vik­um sé alltaf um of­næm­is­svar­an­ir að ræða. „Þessi efni eru fram­andi fyr­ir húðina og það get­ur mynd­ast mis­mun­andi svör­un fyr­ir þess­um fram­andi efn­um. Það get­ur þá gerst án þess að um of­næmi sé að ræða og geta þykkildi mynd­ast út frá því. Ég held ein­fald­lega að það sé ekki nógu mikið vitað um þessi mál. Þetta er ekki nógu mikið rann­sakað.“

Erfitt að of­næm­is­prófa fólk

Hann bend­ir á að erfitt sé að of­næm­is­prófa fólk til að finna hvers vegna húðin bregðist svona við til­tekn­um efn­um. „Vanda­málið er að það er mjög erfitt að of­næm­is­prófa fólk til að finna or­saka­vald­inn. Það eru eng­ar góðar aðferðir við að greina svona ná­kvæm­lega. Síðan er erfitt að vita ná­kvæm­lega hvaða lit­ir eru í þess­um húðflúr­um. Þetta hef­ur breyst í gegn­um árin. Hérna áður fyrr var notað kvikasilf­ur í rauða lit­inn. Þess­ir lit­ir sem at­vinnu­menn­irn­ir nota eru tals­vert ör­ugg­ari en notuð voru áður fyrr. Kvikasilf­ur er nátt­úru­lega eit­ur.“

Til að gera mál­in ör­lítið flókn­ari seg­ir Stein­grím­ur að þó húðin bregðist illa við sé ekki alltaf um of­næmi að ræða. „Oft er erfitt að greina or­sök­ina fyr­ir þess­um viðbrögðum og þetta er ekk­ert alltaf of­næmi. Stund­um er þetta svör­un húðar­inn­ar án þess að um of­næmi sé að ræða. Stund­um er þetta of­næmi.“

„Tíma­bund­in húðflúr“ geta verið slæm

Að lok­um vill Stein­grím­ur benda sól­arþyrst­um Íslend­ing­um á að hafa var­ann á gagn­vart Henna húðflúr­um handa börn­um. „Krakk­ar fá oft þessi „tíma­bundnu húðflúr“ í sól­ar­landa­ferðum og þau geta inni­haldið hár­lit (PPDA).  Þeir eru mjög of­næm­is­vald­andi og það er ágætt að vara fólk við þessu. Krakk­ar fá oft mikl­ar bólg­ur, kláða og blöðrur í húðina, sem koma kannski í ljós þegar heim er komið.“

Frétt mbl.is: „Eins og skrilljón nál­ar inni í húðinni“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert