Baðstaður við Holuhraun

Ferðamenn og landverðir hafa baðað sig í heitum læknum.
Ferðamenn og landverðir hafa baðað sig í heitum læknum. Ljósmynd/Júlía Björnsdóttir

Heit­ur læk­ur hef­ur mynd­ast aust­ast á tungu Holu­hrauns, nærri foss­in­um Skín­anda. Land­verðir í Vatna­jök­ulsþjóðgarði upp­götvuðu ný­lega að hægt væri að baða sig í lækn­um. Stef­an­ía Vign­is­dótt­ir, land­vörður á svæðinu, seg­ir að í fyrstu hafi þau haldið að læk­ur­inn væri of kald­ur til að baða sig í en það hafi ekki reynst rétt og er vatnið tæp­lega 40 gráður þar sem það er heit­ast. „Fyrst sáum við heita og volga potta. Að lok­um kom­um við að eins kon­ar á, eða straum­hörðum læk sem er heit­ur,“ seg­ir Stef­an­ía. Hún seg­ir óljóst hvort vatnið muni kólna eða hitna meira en orðið er. „Við höf­um ekki fundið neinn stað þar sem vatnið er of heitt,“ seg­ir Stef­an­ía.

Hún seg­ir að land­verðir og ferðamenn hafi þegar baðað sig í vatn­inu. Sum­ir velji að baða sig í einskon­ar pott­um sem eru aðgengi­legri en læk­ur­inn sjálf­ur. Stef­an­ía hef­ur sjálf baðað sig og seg­ir upp­lif­un­ina nota­lega. Hún seg­ir að læk­ur­inn sé ekki sér­stak­lega aðgengi­leg­ur. „Það hvorki má né er sniðugt að fara yfir hraunið af ör­ygg­is­ástæðum. En áður en komið er að nýja hraun­inu er hægt að vaða yfir kald­an læk sem nær upp fyr­ir hné. Svo fer maður yfir nokkr­ar spræn­ur sem eru volg­ar áður en maður kem­ur að heita vatn­inu. Maður geng­ur í raun­inni eft­ir kant­in­um á nýja hraun­inu,“ seg­ir Stef­an­ía.

Hún seg­ir að nokkuð sé um ferðamenn á svæðinu, bæði er­lenda og inn­lenda. „Sum­ir Íslend­ing­ar sem frétt hafa af þessu hafa komið hingað í þeim eina til­gangi að fara í læk­inn, en ekki til að skoða t.d. Öskju,“ seg­ir Stef­an­ía. Hún bend­ir á að áhrif vatns­ins á heilsu­far fólks hafi ekki verið könnuð og því hafi eng­in leið verið stikuð að því. Fólk verði að fara þangað á eig­in veg­um og á eig­in ábyrgð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert