Bændur í Mývatnssveit eru loks byrjaðir að heyja eftir langvarandi norðanátt og vætu.
„Menn eru að byrja einn af öðrum. Loks er kominn þurrkur svo þetta er gerlegt,“ segir Gunnar Rúnar Pétursson í Vogum í Morgunblaðinu í dag.
Hann segir að flestir hafi verið búnir í heyskap um svipað leyti í fyrra. Nú horfi menn til veðurs og vonist eftir góðri spá svo að hægt sé að halda heyskap áfram.