Svona á ekki að vera með fellihýsi

Mynd af Facebooksíðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Á Facebooksíðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum birtist í dag mynd sem sýnir greinilega hvernig ökumenn eiga ekki að búa bíl sinn til að vera með fellihýsi í eftirdragi.

Undir myndinni segir að nú sé ein mesta ferðahelgi ársins að renna upp og biður lögreglan alla þá sem huga á ferðarlög um helgina að fara varlega og huga að því að ökutæki og ferðavagnar séu í góðu lagi. 

Almennt er þessi partur í lagi en gott er t.d. að ganga hringinn í kringum bílinn áður en lagt er af stað og kanna ljósbúnað og aðra öryggisþætti.

Ökutæki sem er með stóra eftirvagna þurfa að vera með framlengingar á hliðarspeglum.

Lögreglan segist að sjálfsögðu munu vera með eftirlit með þessum hlutum á þessum helst leiðum út úr bæjarfélögunum í sínu umdæmi.

Lögreglan fékk myndina senda frá vegfarenda sem tók hana á Grindavíkurvegi fyrir stuttu. Lögreglan birtir myndina til að sýna hvernig á ekki að aka með stóran eftirvagn, en framlengingar á spegla virðist vanta með öllu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka