Varar við þotuflugi yfir Heklu

Hekla séð frá Álfsstöðum á Skeiðum.
Hekla séð frá Álfsstöðum á Skeiðum. mbl.is/Sigurður Bogi

Farþegaþotur í lang­flugi milli Evr­ópu og Am­er­íku fljúga enn beint yfir Heklu, þrátt fyr­ir viðvar­an­ir Páls Ein­ars­son­ar, pró­fess­ors í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands.

Hann skrifaði Sam­göngu­stofu fyr­ir um ári og varaði við því að farþegaþotur legðu leið sína yfir eld­fjallið. „Ég reyndi að vekja at­hygli á því að það væri óþarfa áhætta tek­in með því að flug­vél­ar flygju þarna beint yfir,“ seg­ir Páll.

„Það fljúga þarna yfir 20-30 flug- vél­ar á dag. Þær eru í hættu að lenda í strókn­um þegar hann kem­ur. Hekla þarf ekki að eyða neinni orku í að bræða sig upp í gegn­um jök­ul þannig að mökk­ur­inn mun rísa strax með fullri orku og fara upp í tíu kíló­metra hæð, upp að veðrahvörf­um.“ Páll seg­ir að það myndi nægja að færa flug­leiðina um fimm kíló­metra frá Heklu til að minnka áhætt­una mikið.

„Það sár­græti­lega er að það virðast ekki vera nein viðbrögð hjá flugyf­ir­völd­um til þess að gera þenn­an sjálf­sagða hlut. Þá yrði þessi hætta úr mynd­inni. Það væri al­veg hrap­al­legt ef við misst­um allt í einu flug­vél þarna.“

Fljúga í 30 þúsund fet­um

„Það get­ur verið að þeir séu með einn flug­punkt yfir Heklu. Við vit­um ekk­ert um það, en þeir fljúga bara inn á ís­lenskt yf­ir­ráðasvæði eft­ir ákveðnum hnit­um. Það eru litl­ar lík­ur á því að Hekla gjósi og valdi slysi, af því að þetta tek­ur allt sinn tíma og Hekla er vel vöktuð. Þeir fljúga í 30.000 fet­um þannig að lík­urn­ar á að þetta valdi slysi eru eng­ar, eða litl­ar,“ sagði Kol­brún Guðný Þor­steins­dótt­ir, sér­fræðing­ur í fræðslu­mál­um hjá Sam­göngu­stofu, þegar Morg­un­blaðið bar und­ir hana um­mæli Páls Ein­ars­son­ar.

Að sögn Páls get­ur eld­fjallið gosið hvenær sem er. „Hekla á næsta leik og aðdrag­and­inn að hon­um verður mjög stutt­ur. Aðdrag­and­inn að gosi verður varla meira en hálf­tími eða klukku­tími,“ seg­ir Páll.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert