Norbert Hillebrand, þýski ferðamaðurinn sem lögreglan lýsti eftir í gær,m er kominn fram. Hillebrand var í raun aldrei týndur, heldur varð misskilningur milli hans og félaga hans til þess að talið var að hann væri týndur.
Varðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra heyrði í manninum í dag, sem sagði að hann væri nú í góðu yfirlæti á Mýrarboltanum á Ísafirði. Bæði hafði sími mannsins gefið sig og vinnufélagi taldi hann ætla að láta hann vita af sér.
Frétt mbl.is: Ekkert heyrst frá þýska ferðamanninum