Mýrarboltanum frestað til sunnudags

mbl.is/Sigurjón

Mótshaldið í Mýrarboltanum á Ísafirði hefur verið frestað til sunnudags vegna veðurs en spáin fyrir morgundaginn er ekki glæsileg fyrir vestan. Bæjarblaðið Bæjarins besta greindi frá þessu nú síðdegis. 

„Mótið verður fært til sunnudags. Í ljós hefur komið að besta verslunarmannahelgarveðrið á Íslandi verður á Ísafirði á sunnudag og mánudag og þar af leiðandi ákváðum við að færa allt mótshald fram á sunnudag af þeirri einföldu ástæðu að það er skemmtilegra að spila Mýrarbolta í bongóblíðu,“ segir Jón Páll Hreinsson, einn forsprakki Mýrarboltans, í samtali við bb.is.

Jón Páll ræddi ítarlega við mbl.is í dag um mótið sjálft. Þá frétt má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert