Þotan rétt slapp við gosið

Örin bendir á slóð þotunnar sem flaug yfir Heklu í …
Örin bendir á slóð þotunnar sem flaug yfir Heklu í þann mund sem eldgosið hófst. Myndin var tekin frá Laugarvatni á litla myndavél. Fyrir miðri mynd má sjá gosmökkinn sem reis ógnarhratt upp úr Heklu. Ljósmynd/Einar Pálsson

„Um 20 til 25 sek­únd­um eft­ir að þota flaug yfir Heklu í á að giska 30 þúsund feta hæð fór gos­mökk­ur­inn upp í gegn­um slóðina eft­ir þot­una,“ sagði Skúli Brynj­ólf­ur Steinþórs­son flug­stjóri. Hann var í heyskap aust­ur í Flóa þegar Hekla fór að gjósa 1980.

Páll Ein­ars­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði, var á Laug­ar­vatni og varð einnig vitni að upp­hafi goss­ins. Son­ur hans tók ljós­mynd­ir sem sýna slóðina eft­ir þot­una og ört rís­andi gos­mökk­inn.

Frétt mbl.is: Var­ar við þotuflugi yfir Heklu

Fast bannsvæði í kring­um Heklu myndi ekki ein­ung­is hafa áhrif á yf­ir­flug yfir landið held­ur einnig flug til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli, aðallega flug til og frá Skandi­nav­íu.

Ber­ist flug­stjórn boð frá Veður­stof­unni um hrær­ing­ar í Heklu, sem þykja benda til yf­ir­vof­andi eld­goss, verður sett flug­banns­svæði í kring­um fjallið, sam­kvæmt viðbragðsáætl­un.

Ætla má að 10-15 mín­út­um síðar verði all­ar flug­vél­ar farn­ar út úr hring sem nær 60 sjó­míl­ur (111 km) í kring­um fjallið. Það tek­ur þotu tæp­lega átta mín­út­ur að fljúga 60 sjó­míl­ur.

Páll skrifaði Sam­göngu­stofu í fyrra til að vara við því að fjöldi flug­véla leggi leið sína yfir Heklu á hverj­um degi.

Sam­göngu­stofa leitaði álits Veður­stof­unn­ar á bréfi Páls og fól Isa­via að vinna áhættumat. Hlín Hólm, deild­artjóri flug­leiðsögu­deild­ar Sam­göngu­stofu, sagði að vinna við áhættumatið væri á loka­stigi og á hún von á að það ber­ist eft­ir sum­ar­frí, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert