Gengur hægt í Vaðlaheiðinni

Vatnsagi tefur gangnagerðina í Vaðlaheiði.
Vatnsagi tefur gangnagerðina í Vaðlaheiði. Ljósmynd/Valgeir Bergmann

Grafið hefur verið óslitið í Vaðlaheiðargöngum síðan gröftur hófst aftur seint í maí síðastliðinn. Aðeins er grafið Eyjafjarðarmegin og gengur gröfturinn býsna hægt en heita vatnið sem er að finna í sprungum fjallsins orsakar það að mikil vinna þarf að fara fram við bergþéttingar í göngunum sem er tímafrekt verk.

Ákveðið var að bergþétta frekar meira heldur en að taka áhættu á því að heita vatnið færi að leka á nýjan leik. Búist er við að slíkar varúðarráðstafanir muni flýta fyrir vatnsklæðningarvinnu á seinni stigum verksins að sögn Valgeirs Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf.

Fnjóskadalsmegin í göngunum er enn töluvert vatnsstreymi þó að það dragi jafnt og þétt úr því. Í umfjöllun um gangnagröftinn í Morgunblaðinu í dag segir Valgeir að verið sé að undirbúa og skipuleggja hvernig skuli takast á við það verkefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert