Hópslagsmál við Seljakirkju

Seljakirkja.
Seljakirkja. mbl.is/Jim Smart

Lög­regl­unni barst til­kynn­ing um hópslags­mál við Selja­kirkju í Breiðholti rétt eft­ir klukk­an þrjú í dag. Þar tók­ust menn á, án þess þó að skaði hafi hlot­ist af, að sögn lög­regl­unn­ar.

Hins veg­ar voru nokkr­ir kærðir fyr­ir vopna­b­urð og fíkni­efna­vörslu. Ekki hafa feng­ist nán­ari upp­lýs­ing­ar um málið.

Þá var til­kynnt um þjófnað í versl­un í aust­ur­bæ Reykja­vík­ur skömmu fyr­ir klukk­an þrjú í dag. Að öðru leyti hef­ur dag­ur­inn verið frem­ur ró­leg­ur hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert