Kaupmannahöfn skellti sér á toppinn

Kaupmannahöfn er vinsælasti áfangastaðurinn yfir sumartímann.
Kaupmannahöfn er vinsælasti áfangastaðurinn yfir sumartímann. mbl.is/Ómar

Höfuðborg Danmerkur var vinsælasti áfangastaður flugvéla sem flugu frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði, en alla jafna er London vinsælasti áfangastaðurinn yfir árið. Yfir vetrarmánuðina fer um fimmta hver vél til London, en tíunda hver vél til Kaupmannahafnar. Yfir sumarið minnkar vægi þessar tveggja borga vegna aukins flugs til annarra borga víða um heim. Fjölgun ferða er þó meiri til Kaupmannahafnar og voru 162 ferðir farnar þangað í júlí. Á sama tíma voru ferðir til London 151 talsins. Það er vefurinn Túristi sem greinir frá þessu. 

Flugferðir til Kaupmannahafnar voru í síðasta mánuði 8,1% allra brottfara frá Keflavík, en flugferðir til London námu 7,5%. París var í þriðja sætinu með 6,7% af heildarfjölda brottfara og New York með 6,2%. 

Næstu borgir þar á eftir voru Boston, Ósló, Amsterdam, Stokkhólmur, Washington og Berlín.

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka