Hætti að styðja viðskiptabann

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, tekur undir með Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, um að Íslendingar eigi að hætta að styðja viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn Rússlandi.

Við eigum ekki að láta undan kröfum ESB um viðskiptaþvinganirnar, þó svo að við séum ekki sammála stefnu Rússar og yfirgangi þeirra í Úkraínu.

Í pistli á bloggsíðu sinni segir hann almennar viðskiptaþvinganir vera stórpólitíska aðgerð sem hljóti að eiga að bera fyrirfram undir Alþingi, en „ekki hlýða í blindni bréfaskriftum ESB- þjónkandi stjórnendum utanríkisráðuneytisins“.

Dmi­try Peskov, talsmaður Vla­dimir Pútín Rúss­lands­for­seta, sagði í vik­unni að svo gæti farið að stjórn­völd gripu til aðgerða gegn þeim ríkj­um sem styðja refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna inn­limun­ar Krímskaga og átak­anna í Úkraínu. Til­efnið var yf­ir­lýs­ing Federicu Mog­her­ini, ut­an­rík­is­mála­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, um fram­leng­ingu aðgerða en þar var Ísland á lista yfir þátt­töku­ríki.

Jón segir að viðskipti við Rússland og aðrar Austur -Evrópuþjóðir hafi verið Íslendingum mikilvæg áratugum saman. „Við minnumst þorskastríðanna og viðskiptabanns Breta og annarra núverandi ESB þjóða á Íslendinga á þeim árum. Þá reyndust viðskiptin við fyrrum Sovétríkin okkur afar dýrmæt sem og jafnan síðan.“

Í bankahruninu 2008 hafi við jafnframt átt hauk í horni i Rússum þegar „öflugustu ríki Evrópusambandsins beittu okkur hryðjuverkalögum og einangrunartilburðum í samskiptum“.

Hann nefnir auk þess að Íslendingar hafi jafnan verið andvígir viðskipaþvingunum og bönnum í pólitískum tilgangi enda stríði þær almennt gegn alþjóðalögum.

„Skemmst er að minnast þess þegar ESB fékk samþykkt lög á Evrópuþinginu 2011 til að geta beitt Íslendinga viðskiptabanni og efnahagslegum refsiaðgerðum vegna lögmætra makrílveiða okkar. Um slíkt leyti settu ESB viðskiptabann á Færeyinga vegna makríl og síldveiða þeirra. Íslensk stjórnvöld stóðu þá þögul hjá og áttu hlut að því að neyða Færeyinga til einskonar nauðasamninga við ESB í fiskveiðum 2013,“ segir Jón.

Fréttir mbl.is:

Breyta ekki afstöðu Íslands

Kaup­end­ur úti áhyggju­full­ir

Hóta að beita Ísland refsiaðgerðum

Eig­um ekki í prívat útistöðum við Rússa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert