Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nokkru að snúast í nótt og í dag.
Um klukkan 20 mínútur í tíu í morgun barst lögreglunni tilkynning um umferðaróhapp við Gnoðavog, þar sem reiðhjólamaður hjólaði inn í hóp reiðhjólafólks og á nokkur hjólin. Ekki urðu alvarlega slys, en nokkur æsingur varð á vettvangi vegna þessa, sem og hegðunar þess sem óhappinu olli. Þegar lögregla mætti á svæðið kviknaði grunur um að maðurinn væri undir áhrifum vímuefna og var færður á lögreglustöð.
Töluvert var að ökumenn væru stöðvaður við akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna eða hvors tveggja. Á milli fimm og hálfsex voru þrír ökumenn stöðvaðir á Bústaðavegi, Vesturlandsvegi og á Reykjanesbraut. Í einu tilvikinu var læknir kallaður til vegna gruns um lyfjaakstur, og mat læknirinn ökumanninn óhæfan til aksturs.
Þá var annar ökumaður stöðvaður á Bústaðavegi um kortér í fjögur, einni grunaður um ölvun við akstur.