Þrjár stúlkur réðust með spörkum og hnefahöggum á Stellu Briem Friðriksdóttur á þjóðhátíð í nótt. Stella er yfirlýstur femínisti og formaður Femínistafélags Verslunarskóla Íslands. „Ég var að ganga með vinkonu minni þegar einhver stelpa axlar mig til þess að ná athygli minni,“ segir Stella í samtali við mbl.
Stella hefur verið áberandi í jafnréttisumræðu á samfélagsmiðlum og tók m.a. þátt í skipulagningu Druslugöngunnar. „Í dag var ég lamin fyrir að vera femínisti,“ sagði Stella á Twitter í dag og bætti við að slíkt myndi vonandi ekki gerast eftir 10 ár.
Hún segist aldrei hafa séð stelpurnar fyrr en þær réðust á hana við hvítu tjöldin í Herjólfsdal eftir að dagskránni var lokið. Líkt og áður segir rakst ein stelpan viljandi í hana og átti þannig upptökin. „Mér dauðbrá þar sem ég hef aldrei lent í slagsmálum,“ segir Stella og lýsir því hvernig stelpan hafi spurt hvort hún væri ekki þessi Stella Briem og þannig vitað hver hún væri.
Eftir að stelpan náði athygli Stellu fór vinkona hennar að tala um femínisma á neikvæðan hátt. Stella segist hafa orðið nokkuð æst við það og fór að svara fyrir sig. „Ég spurði þær hvort það ætti ekki að virða allar skoðanir,“ segir hún. Á þeim tímapunkti missti ein stelpan stjórn á sér og tók Stellu niður í jörðina. „Hún kýlir mig ítrekað í andlitið á meðan önnur sparkar í mig,“ segir Stella.
Vinkona Stellu reyndi þá að ná stelpunum af henni en við það komu strákar sem urðu vitni af atburðarrásinni og stoppuðu árásina sem varði í um eina mínútu.
Stella þekkti stelpurnar ekki en veit núna hverjar þær eru. Stella er fædd árið 1997 og segir a.m.k. eina þeirra vera fædda sama ár en aðra fædda árið 1999. „Hún er svo ung og mér finnst það hrikalega sorglegt að hún sé á þjóðhátíð að lenda í slagsmálum,“ segir Stella.
Þegar mbl náði tali af Stellu var hún komin í bæinn og á leið upp á spítala að fá áverkavottorð. Á eftir ætlar hún til lögreglunnar að kæra árásina.
Aðspurð um áverka segist hún vera með glóðarauga, áverka á höfði eftir höggin og mögulega brákað bein í nefinu.
Stella segist nokkuð undrandi á verklaginu í Vestmannaeyjum eftir að hún tilkynnti árásina. Hún leitaði sér aðstoðar í sjúkratjaldi og bað um að fá að tala við lögreglu. Í tjaldinu fékk hún hins vegar að vita að lögreglan væri upptekin og kæmist ekki. Þá var einnig tekið sterklega fram að hún þyrfti að vera edrú til þess að geta kært árásina.
Stella segist virða það fullkomlega en bætir við að það þyrfti að gera ráðstafanir til þess að koma árásarmönnum út af hátíðarsvæðinu.
Eftir að Stella fór úr tjaldinu sá hún stelpurnar tvisvar. „Ég var bara hrædd um að þær myndu ráðast aftur á mig.“
„Fólk á ekki að komast upp með svona,“ segir hún harðákveðin í að kæra árásina. Þöggun er aldrei í lagi og það á aldrei að bíða með að kæra,“ segir hún.
<blockquote class="twitter-tweet">Ií dag var ég lamin fyrir að vera femínisti á þjóðhátíð,eftir 10 ár verður situation-ið vonandi ekki eins.
— $tella Briem (@StellaBriem) <a href="https://twitter.com/StellaBriem/status/628017150360461313">August 3, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">Veit í hvaða bol ég verð í dalnum í kvöld <a href="http://t.co/trybLOpU3G">pic.twitter.com/trybLOpU3G</a>
— $tella Briem (@StellaBriem) <a href="https://twitter.com/StellaBriem/status/627881600022392832">August 2, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>