Bannað að sofa, tjalda og elda

Hér má sjá skilti sem stendur í Flugstöð Leifs Eiríkissonar.
Hér má sjá skilti sem stendur í Flugstöð Leifs Eiríkissonar. Af Facebook

Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er óheimilt að sofa, tjalda og elda.  Ferðamenn sem hafa átt leið sína um flugstöðina hafa orðið varir við skilti sem árétta þessar reglur.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia hafa þessar reglur verið í gildi í nokkur ár og voru skiltin sett upp í kjölfar þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu reyna alltaf einhverjir ferðamenn að breiða úr sér í flugstöðinni, sérstaklega á neðri hæðinni þar sem innritun fer fram. Helsta vandamálið við það að fólk reyni að sofa eða tjalda í flugstöðinni er einfaldlega plássleysi og eru þeir sem breiða úr sér oft fyrir þeim farþegum þegar þeir ætla að innrita sig í flug.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia eru samskonar reglur í gildi á mörgum öðrum alþjóðaflugvöllum. Eru þessar reglur við líði svo að fólk sé ekki fyrir og skapi ekki hættu, til dæmis með því að nota eldunartæki inni á flugstöðvum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert