Tóku vel á móti íslensku keppendunum

Starfsmenn Isavia á Keflavíkurflugvelli tóku í morgun á móti íslensku keppendunum á Alþjóðasumarleikum Special Olympics sem fram fóru í Los Angeles dagana 25. júlí til 3. ágúst 2015.

Alls voru 41 keppandi frá Íslandi á leikunum en samtals keppa um 7.000 manns á þessum leikum sem haldnir eru fjórða hvert ár. Íslensku keppendurnir náðu frábærum árangri á leikunum og fengu 4 gullverðlaun, 3 silfurverðlaun og 6 bronsverðlaun og því samtals 13 verðlaun.

Heiðursvatnsboga var sprautað fyrir flugvélina er hún kom inn að …
Heiðursvatnsboga var sprautað fyrir flugvélina er hún kom inn að stæði.

Það voru því þreyttir en sælir keppendur sem gengu inn í flugstöðina á Keflavíkurflugvelli eftir að hafa fengið heiðursvatnsboga yfir flugvélina frá slökkvibifreiðum Keflavíkurflugvallar.  Tekið var á móti þeim með lúðraþyt, blómum og hressandi veitingum eftir langt ferðalag frá Los Angeles.

Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hélt stutta tölu og bauð keppendurna velkomna heim og óskaði þeim til hamingju með árangurinn. Þess má geta að tveir starfsmenn Isavia á Keflavíkurflugvelli kepptu á leikunum, þau Jósef Daníelsson og Bryndís Brynjólfsdóttir og fékk Bryndís gullverðlaun í boðhlaupi á leikunum.

Isavia óskar íslensku keppendunum innilega til hamingju með árangurinn.

Jósef Daníelsson og Bryndís Brynjólfsdóttir ásamt samstarfsmönnum á Keflavíkurflugvelli þeim …
Jósef Daníelsson og Bryndís Brynjólfsdóttir ásamt samstarfsmönnum á Keflavíkurflugvelli þeim Hlyni Sigurðssyni framkvæmdastjóra, Sóleyju Ragnarsdóttir mannauðsstjóra og Kristjáni Karlssyni þjónustufulltrúa á Keflavíkurflugvelli.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert