Verð á olíu lækkar áfram

Hráolíuverð hefur lækkað um nærri helming á undanförnum 12 mánuðum og svo virðist sem ekkert lát sé á þeirri þróun.

Lækkaði Brent Norðursjávarolía um 2,1% í gær og olía á markaði í Bandaríkjunum lækkaði um nærri 3%.

Ekki er ljóst hvaða áhrif þetta hefur á þróun eldsneytisverðs hér á landi, en ekki náðist tal af fulltrúum olíufélaganna í gær. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, teikn á lofti um frekari lækkun olíuverðs og bendir á nýtt samkomulag við fjórða stærsta olíuframleiðanda heims, Íran.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka