Kaldur júlí hefur neikvæð áhrif á vatnsbúskap

Horft yfir Hálslón..
Horft yfir Hálslón.. mbl.is/Rax

Kald­ur júní­mánuður, sér í lagi á Aust­ur­landi, hef­ur ger­breytt horf­um fyr­ir fyll­ingu miðlun­ar­lóna Lands­virkj­un­ar eins og þær voru sett­ar fram í upp­hafi júlí.  Skort­ur á jök­ul­bráð hef­ur valdið því að Hálslón hef­ur aðeins hækkað um tæpa tíu metra í júlí og stend­ur nú í 593 m y.s. eða 37% fyll­ing. Það vant­ar því yfir þrjá­tíu metra að það fyll­ist í haust og nú eru inn­an við helm­ings­lík­ur að það ger­ist.

Svipaða sögu er að segja með Blönd­u­lón, fyll­ing þar hef­ur nán­ast stöðvast seinni hluta júlí og er nú um 55%.  

Besta staðan er á Þjórsár­svæðinu.  Þóris­vatn og Há­göngu­lón eru aðeins yfir vænt­ing­um frá í byrj­un júlí og fyll­ing­in er nú um 78%.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un.

Í ljósi þess­ar­ar breyttu stöðu hef­ur Lands­virkj­un hagað vinnslu kerf­is­ins með það að mark­miði að auka sem mest lík­ur á að staða Hálslóns verði viðun­andi í haust.

Hag­stætt veðurfar í ág­úst og sept­em­ber get­ur breytt tals­verðu um vatns­stöðu Lands­virkj­un­ar. Ef inn­rennsli held­ur áfram að vera ná­lægt lægstu mörk­um fram eft­ir hausti gæti þurft að minnka af­hend­ingu á raf­orku í upp­hafi vetr­ar.

Frétt Lands­virkj­un­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert