Agnes Bragadóttir,
Dimítrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, skipaði fyrir um það í Moskvu í gær að kannað yrði hvort Rússland ætti að grípa til viðskiptaþvingana gegn sjö löndum, Íslandi þar á meðal, til viðbótar þeim löndum sem Rússar hafa þegar bannað innflutning frá.
Medvedev greindi jafnframt frá því að hann myndi stýra rannsókninni sjálfur. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið sé að reyna að afla frekari upplýsinga um það hversu mikil alvara sé í þessu hjá Rússum.
„Auðvitað veldur þetta áhyggjum. Við höfum haft áhyggjur af því allan tímann að lenda á viðskiptabannlista hjá Rússum. Þessar fréttir eru ekki til þess fallnar að draga úr áhyggjum okkar,“ segir utanríkisráðherra í Morgunblaðinu í dag.