Veðrinu hefur verið misskipt á landinu síðustu vikur. Meðan fólk hefur baðað sig í sól á Suðvesturlandi hefur verið blautt og kalt víða norðanlands og austan og enn er víða mikill snjór á hálendinu. Nú í byrjun ágúst er enn allur akstur bannaður á sex svæðum á hálendinu.
„Það er alveg á hreinu að það hefur ekki verið svona mikill snjór í Öskju síðan 1980. Ég hef verið þar uppfrá hvert einasta sumar síðan þá,“ sagði Gísli Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri Myvatn Tours í Mývatnssveit.
Í síðustu viku tókst að moka síðasta spölinn að bílaplaninu við Öskju. Þar voru 300-400 metra langir skaflar og 2-3 metrar að dýpt. Mjög kalt er á þessum slóðum og sumar nætur frystir. Ólíklegt þykir vegna ófærðar að Gæsavatnaleið opnist í sumar.
Á sama tíma hefur mikill fjöldi fólks, Íslendingar sem erlendir ferðamenn, sótt í miðborgina og notið sín í sólinni við Austurvöll. Veitingamenn eru ánægðir með vertíðina. 2, 4 og 14