Voru hræddar við pollinn

Konurnar festu sig utan vegar við polla skammt norðan Nýjadals …
Konurnar festu sig utan vegar við polla skammt norðan Nýjadals á Sprengisandsleið. mbl.is/Helgi Bjarnason

Er­lend­ir ferðamenn á bíla­leigu­bíl, tvær kon­ur, festu sig utan veg­ar við polla skammt norðan Nýja­dals á Sprengisands­leið um versl­un­ar­manna­helg­ina. Greini­lega af­mökuð akst­urs­leið er í gegn­um poll­ana tvo og vatnið í þeim ekki djúpt. Kon­urn­ar voru á litl­um jeppa og munu hafa orðið hrædd­ar þegar þær fóru yfir Nýja­dalsá skömmu áður, sögðu veg­far­anda sem kom þeim til hjálp­ar að þær hefðu næst­um fest bíl­inn í ánni.

Greini­legt er að fleiri hræðast poll­ana mein­lausu því land­verðir Vatna­jök­ulsþjóðgarðs hafa rekið niður hæla út frá poll­un­um og strengt band á milli til að reyna að beina ökku­mönn­um rétta leið um vatnið. Það hef­ur ekki gengið sem skyldi því kon­urn­ar fóru út fyr­ir stik­urn­ar og festu bíl­inn. Aðrir er­lend­ir ferðamenn á öfl­ugri bíl drógu þær upp og til baka og aðrir ýttu. Ekki þurfti mikið afl til að ná bíln­um upp en bíl­arn­ir skildu vita­skuld eft­ir för í blaut­um sand­in­um.

Kon­urn­ar óku síðan sína leið og með því að fara utan í poll­inn náði vatnið aðeins smá­veg­is upp á dekk bíls­ins.

mbl.is/​Helgi Bjarna­son
mbl.is/​Helgi Bjarna­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert