Erfitt ef Rússar setja bann á Ísland

Hætt er við því að verð fyrir makrílafurðir hrynji skelli …
Hætt er við því að verð fyrir makrílafurðir hrynji skelli Rússar viðskiptabanni á Íslendinga. mbl.is/Árni Sæberg

Ef til þess kemur að Rússar beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum mun það verða mikið högg fyrir íslenskan sjávarútveg.

„Þetta verður mjög erfitt og verð á makríl mun sennilega falla,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri hjá Iceland Seafood, um hvar markaði sé að finna ef Rússar setja viðskiptaþvinganir á Ísland. Verð á makríl hefur þegar fallið um 35-40%.

Þá hafa heldur ekki verið gefnir út innflutningskvótar fyrir Nígeríu, en um 85% af makrílútflutningi frá Íslandi hefur síðustu ár farið til þessara tveggja landa, Rússlands og Nígeríu, og um 50-60% af öllum síldarútflutningi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert