Frá Bandaríkjunum til Parísar á hjóli

Tveir 23 ára Banda­ríkja­menn, sem hyggj­ast hjóla tíu þúsund kíló­metra frá Banda­ríkj­un­um til Frakk­lands, eru nú stadd­ir hér á landi. Í dag munu þau funda með vís­inda­mönn­um og ráðamönn­um hér á landi, þar á meðal borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, áður en þau leggja af stað til Seyðis­fjarðar á morg­un.

Þau heita Morg­an Curt­is og Garrett Blad og eru á leið til Par­ís­ar þar sem þau munu taka þátt í lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í des­em­ber.

Eft­ir að för þeirra hófst í Vermont hjóluðu þau sam­an í gegn­um rík­in New Hamps­hire og Maine, áður en þau fóru norður yfir landa­mær­in til að hjóla í gegn­um New Brunswick og Nova Scotia. Þaðan flugu þau hingað en frá Seyðis­firði munu þau taka Nor­rænu yfir til Nor­egs. Þau segj­ast ekki ætla að taka auðveldu leiðina í gegn­um Norður­lönd­in.

Búið að vara þau við veðrinu

„Eft­ir að við kom­um til Nor­egs ætl­um við að hjóla norður að heim­skauts­baugn­um og þaðan för­um við suður í gegn­um Finn­land og Svíþjóð. Það er lofts­lags­ráðstefna fyr­ir ungt fólk í Svíþjóð í októ­ber sem við von­umst til að geta verið viðstödd,“ seg­ir Blad í sam­tali við mbl.is.

En fyrst þurfa þau að hjóla um suður­strönd Íslands, aust­ur á Seyðis­fjörð. „Við höf­um verið vöruð við öllu veðrinu sem við get­um lent í á leiðinni og við ætt­um að vera vel und­ir­bú­in fyr­ir ferðina,“ seg­ir Curt­is. Blad og Curt­is hafa þegar heim­sótt Hell­is­heiðar­virkj­un og segja þau að end­ur­nýj­an­leg orka hér á landi hafi hvatt þau til að koma hér við á leið þeirra yfir Atlants­hafið. 

Aðspurð af hverju þau hafi lagt af stað í þetta ferðalag seg­ir Curt­is að svarið sé auðvelt.

„Ég hugsaði með sjálfri mér: Hvað hef ég í mínu valdi til að vekja at­hygli á þess­um mála­flokki og þess­ari mik­il­vægu ráðstefnu sem fram fer í Par­ís í ár? Og miðað við þau úrræði sem ég hafði á hönd­um mín­um ákvað ég að hjóla þangað og segja sög­ur af því fólki sem ég hitti á leið minni. Ég fékk Garrett til að koma með mér og við höf­um fengið leyfi til að vera æsku­full­trú­ar á ráðstefn­unni.“

Hún seg­ir augu heims­ins bein­ast að Par­ís. „All­ir eru að tala um hvernig við get­um fengið besta mögu­lega sátt­mál­ann út úr þess­ari ráðstefnu, sem væri bind­andi fyr­ir öll lönd heims­ins og myndi tak­marka út­blást­ur.“

Af­neit­un er stórt vanda­mál

„Það sem við höf­um lært á ferðalagi okk­ar er að fólk um all­an heim er að taka mál­in í sín­ar hend­ur og að ráðast í aðgerðir til að stuðla að sjálf­bærri þróun. Það veit­ir okk­ur inn­blást­ur til að beita okk­ur virki­lega þegar kem­ur loks að ráðstefn­unni,“ seg­ir Curt­is.

Blad seg­ir af­neit­un lofts­lags­breyt­inga vera stórt vanda­mál í Banda­ríkj­un­um. 

„Það er sér­stak­lega sýni­legt á meðal þeirra re­públi­kana sem eru nú að sækj­ast eft­ir til­nefn­ingu fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar. Fólk held­ur svo fast í þá trú að þess­ar breyt­ing­ar séu ekki af manna­völd­um og að við ætt­um ekki að ein­beita okk­ur að þessu. Þetta á sér djúp­ar ræt­ur og ég held að stór­fyr­ir­tæki og pen­inga­öfl­in komi þar mikið við sögu.

Við get­um ekki bar­ist al­menni­lega gegn lofts­lags­breyt­ing­um í Banda­ríkj­un­um fyrr en við lög­um það sem er að stjórn­mála­kerf­inu okk­ar.“

Að lok­um seg­ir Curt­is að dvöl þeirra á Íslandi hafi hingað til verið frá­bær. 

„Við heyr­um svo mikið um kraft lýðræðis­ins hérna, fram­för­ina í rétt­inda­bar­áttu kvenna og alla end­ur­nýj­an­legu ork­una. Þessi boðskap­ur á er­indi við all­an heim­inn og ég vil hvetja Íslend­inga til að þrýsta á önn­ur lönd, svo að við get­um hafið þessa bylt­ingu sem við þurf­um öll á að halda.“

Meiri upp­lýs­ing­ar um leiðang­ur­inn Curt­is og Blad má finna á vefsíðu þeirra, Clima­tejour­ney.org og á Face­book.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert