Hinsegin dagar eru nú í fullum gangi þó þeir hefjist raunar formlega með setningarathöfn í kvöld. Kennir þar ýmissa grasa en hápunkturinn er án efa sjálf Gleðigangan sem fram fer á laugardaginn.
Síðustu daga hefur borgin smátt og smátt verið að taka á sig nýjan lit og á þriðjudaginn var göngugatan á Skólavörðustíg máluð í regnbogalitunum, Instagrömmurum, hinsegin fólki og öðrum unnendum jafnréttis til mikillar ánægju.
Ljósmyndari mbl.is fangaði regnbogann sem nú færist yfir Reykjavík á rölti sínu um miðborgina í dag og ylhýra útkomuna má sjá hér að ofan.