Styðja áfram refsiaðgerðir gegn Rússum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni áfram styðja refsiaðgerðir gegn Rússum, þrátt fyrir áætlanir þeirra um að banna innflutning á matvælum frá Íslandi.

Þetta kom fram í sexfréttum Rásar 2.

Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði um málið síðdegis í dag og lýsti yfir stuðningi við afstöðu íslenskra stjórnvalda.

Gunnar Bragi sagði að það hefði ekki verið rætt á fundinum að draga stuðning Íslands við refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússum til baka. 

Þvert á móti var umræðan þannig almennt á fundinum að það er stuðningur við að halda óbreyttri stefnu í málinu. Auðvitað höfum við þó öll miklar áhyggjur af því hvað gerist ef að þessir markaðir lokast. Það hafa gríðarleg áhrif. Það er alveg ljóst,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert