Styðja áfram refsiaðgerðir gegn Rússum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að ís­lensk stjórn­völd muni áfram styðja refsiaðgerðir gegn Rúss­um, þrátt fyr­ir áætlan­ir þeirra um að banna inn­flutn­ing á mat­væl­um frá Íslandi.

Þetta kom fram í sex­frétt­um Rás­ar 2.

Ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is fundaði um málið síðdeg­is í dag og lýsti yfir stuðningi við af­stöðu ís­lenskra stjórn­valda.

Gunn­ar Bragi sagði að það hefði ekki verið rætt á fund­in­um að draga stuðning Íslands við refsiaðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Rúss­um til baka. 

Þvert á móti var umræðan þannig al­mennt á fund­in­um að það er stuðning­ur við að halda óbreyttri stefnu í mál­inu. Auðvitað höf­um við þó öll mikl­ar áhyggj­ur af því hvað ger­ist ef að þess­ir markaðir lokast. Það hafa gríðarleg áhrif. Það er al­veg ljóst,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert