Forsetinn segir Himalajaísinn að hverfa

Ólafur Ragnar ræðir loftslagsvána í fyrirlestri í Kanada.
Ólafur Ragnar ræðir loftslagsvána í fyrirlestri í Kanada. Ljósmynd/forsetavefurinn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, spáir geysilegri bráðnun íss á Himalaja-svæðinu á komandi áratugum. Eftir aðeins 20 ár muni tæpur þriðjungur íssins hafa bráðnað.

Ólafur Ragnar vék að þróuninni í þessu helsta vatnsforðabúari Asíu, fjölmennstu heimsálfunnar, í fyrirlestri í Kanada fyrr í sumar, en það er vefmiðillinn The Varsity sem vekur athygli á málinu.

„Eftir tuttugu ár mun um 30% af forðabúrinu á Himalaja-svæðinu hafa horfið. Þegar barnabörn mín verða á besta aldri mun um helmingur jöklanna hafa bráðnað og í upphafi næstu aldar mun 75% Himalaja-jöklanna hafa bráðnað,“ sagði Ólafur Ragnar.

Forsetinn flutti fyrirlesturinn í boði háskólans í Toronto og var ræðuefnið þróun samstarfs á Norðurslóðum og á Himalayasvæðinu. „Í fyrirlestrinum, sem á ensku bar heitið The Arctic and the Himalayas: New Models of Cooperation, rakti forseti þróun samstarfs á Norðurslóðum og hvernig það gæti reynst lærdómsríkt fyrir þjóðir og samfélög á Himalayasvæðinu en þessir tveir heimshlutar munu, vegna áhrifa loftslagsbreytinga á bráðnun íss og jökla, hafa afgerandi áhrif á örlög allra jarðarbúa,“ segir um fyrirlesturinn á forsetavefnum, forseti.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert