Fyrri breiðþotan af tveimur komin

Í farþegaklefa Boeing 767-300 þotu.
Í farþegaklefa Boeing 767-300 þotu. Ljósmynd/Wikipedia

Breiðþota af gerðinni Boeing 767-300 bætt­ist við í flug­véla­flota Icelanda­ir í gær, þegar hún lenti um há­deg­is­bil á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Er þetta sú fyrri af tveim­ur slík­um vél­um sem Icelanda­ir hygg­ur á að bæta við í flota sinn.

Vél­in, sem er breiðþota og er því með tvo ganga milli þriggja sæt­araða, get­ur tekið um 260 farþega og er því stærsta flug­vél Icelanda­ir. Hún er 15 ára göm­ul og var áður í notk­un hjá rúss­neska flug­fé­lag­inu Nordwind Air­lines.

Í um­fjöll­un um flug­vél þessa og flota Icelanda­ir í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, að vél­in verði tek­in í notk­un næsta vor.

Boeing 767-300 þota í eigu Nordwind en af því flugfélagi …
Boeing 767-300 þota í eigu Nordwind en af því flug­fé­lagi hef­ur Icelanda­ir keypt eina slíka.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert