Ísland móti sína eigin stefnu

Kolbeinn Árnason.
Kolbeinn Árnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kol­beinn Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, vill að Íslend­ing­ar móti sína eig­in stefnu um hvernig taka skal á mann­rétt­inda­brot­um en elti ekki Evr­ópu­sam­bandið í þeim efn­um.

Þetta kom fram í há­deg­is­frétt­um RÚV.

Fram kom í Morg­un­blaðinu í dag að utan­rík­is­mála­nefnd hafi í gær fundað um mögu­legt viðskipta­bann Rúss­lands gegn Íslandi. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir ein­hug í nefnd­inni að víkja ekki frá þeirri af­stöðu sem verið hef­ur um að styðja viðskiptaþving­an­ir gegn Rússlandi.

Kol­beinn seg­ir í frétt RÚV að í gagn­rýni hans sé ekki krafa um að breyta eigi ut­an­rík­is­stefnu Íslands. Hins veg­ar sé und­ar­legt að Íslend­ing­ar taki viðskiptaþving­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins beint upp. „Þær hindr­an­ir sem við horf­um upp á hérna koma mjög illa við ís­lenskt efna­hags­líf. Mér er það til efs að það sé svo í nokkru landi að grein eins og sjáv­ar­út­veg­ur­inn og stór hluti nokk­urr­ar grein­ar sem er svona mik­il­væg verði svona illa fyr­ir barðinu á þess­um til­teknu viðskiptaþving­un­um,“ seg­ir Kol­beinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka