Píratar eru með lokað spjallsvæði á Faceboook. Þar hefur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, komið fram viss gagnrýni á að þingmenn flokksins, þau Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, hyggist gefa kost á sér til þingsetu í næstu þingkosningum.
Þetta telja einhverjir almennir flokksmenn að sé þvert á þá stefnu sem mótuð var fyrir síðustu kosningar um að takmarka setu á þingi.
Í fréttaskýringu um gerjunina meðal Pírata í Morgunblaðinu í dag segist Helgi Hrafn aldrei hafa lýst því yfir að hann hygðist einvörðungu sitja eitt kjörtímabil á þingi.