Uppgreftri lýkur í næstu viku

Grafið í fornleifunum í Lækjargötu.
Grafið í fornleifunum í Lækjargötu. mbl.is/Golli

Fornleifagreftri við Lækjargötu lýkur í næstu viku, að sögn Lísabetar Guðmundsdóttur, fornleifafræðings hjá Fornleifastofnun Íslands.

Hún hefur stýrt rannsókn á fornleifum sem fundust á lóð þar sem Íslandshótel hyggjast reisa nýtt gistihús. Talið er að leifarnar séu frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar.

„Við erum á lokametrunum. Nú erum við að fjarlægja síðustu gólflögin,“ segir Lísabet í Morgunblaðinu í dag.  Eftir að fornleifarannsókninni lýkur verður hægt að leggja mat á minjarnar og taka ákvörðun um framhaldið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert