Vændi ekki atvinnugrein

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. AFP

Mér finnst hryggi­legt til þess að hugsa að á sama tíma og við hvetj­um karla um all­an heim til að leggja sitt af mörk­um til #hefors­he og koma í veg fyr­ir of­beldi gegn kon­um og tryggja kynja­jafn­rétti þá skulu ein stærstu og virt­ustu mann­rétt­inda­sam­tök heims leggja þess­ar til­lög­ur fram.“

Þetta seg­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra á Face­book-síðu sinni í dag vegna til­lögu sem ligg­ur fyr­ir alþjóðaþingi mann­rétt­inda­sam­tak­anna Am­nesty In­ternati­onal sem fram fer í Dublin um helg­ina þar sem lagt er til að vændi verði af­glæpa­vætt. Gunn­ar bend­ir á að sam­kvæmt til­lög­unni verði kaup, sala, milli­ganga um vændi og rekst­ur vænd­is­húsa lát­inn óátal­inn líkt og tíðkist í Hollandi og Þýskalandi þar sem vænd­isiðnaður­inn blómstri og mannsal sé vanda­mál.

„Er það slíkt sem heims­byggðin þarfn­ast? Á Íslandi hef­ur sænska leiðin verið val­in og það sama á við um þó nokk­ur ríki í kring­um okk­ur. Sú leið er ekki án galla en for­send­urn­ar eru skýr­ar, að banna vændis­kaup en ekki að refsa þeim sem neyðast til að stunda vændi. Vændi er ekki at­vinnu­grein og á ekki að fá að þríf­ast sem slík.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert