Búið er að bera kennsl á mennina sem stálu töluverðum fjármunum í versluninni Húnabúð á Blönduósi um ellefu leytið í gærmorgun. Bæði var stolið úr peningakassa verslunarinnar sem og peningaveski verslunareigandans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi er mannanna nú leitað en þeir eru taldir vera útlendingar.
Eins og fram kom á mbl.is villti annar mannanna um fyrir eiganda verslunarinnar á meðan hinn laumaðist og stal peningaveskinu og tæmdi úr peningakassanum.
Fyrri frétt mbl.is: Þjófnaður á Blönduósi