Auður ráðin framkvæmdastjóri Samtakanna 78

Auður Magndís Auðardóttir.
Auður Magndís Auðardóttir. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Auður Magn­dís Auðardótt­ir hef­ur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna 78, en hún var val­in úr hópi átta um­sækj­enda sem sóttu um starfið. Sem fram­kvæmda­stjóri mun Auður meðal ann­ars sjá um dag­leg­an rekst­ur sam­tak­anna, fjár­öfl­un og eft­ir­fylgni, upp­lýs­ing­ar og sam­skipti og hags­muna­bar­áttu og fræðslu­starf sam­tak­anna.

Fram kem­ur í frétt á vef sam­tak­anna að Auður hafi út­skrif­ast árið 2007 með meist­ara­gráðu í stjórn­mála-fé­lags­fræði frá London School of Economics með áherslu á kynja­fræði, þ.á.m. kyn­verund. Þá hef­ur hún BA próf í fé­lags- og kynja­fræðum frá Há­skóla Íslands og stúd­ents­próf frá Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð. Auður hef­ur gegnt starfi verk­efna­stjóra Jafn­rétt­is­skóla Reykja­vík­ur frá 2013, þar sem hún sinnti m.a. jafn­rétt­is­ráðgjöf til skóla og frí­stunda­miðstöðva og tók þar einnig á mál­efn­um hinseg­in fólks.

Auður starfaði hjá Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands á ár­un­um 2007-13 þar sem hún m.a. verk­stýrði mörg­um verk­efn­um, vann kostnaðaráætlan­ir og bar ábyrgð á gæðum verk­efna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert