29 fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni á Vesturlandi um helgina, en þau voru flest tengd tónleikahátíðinni Extreme chill festival sem var haldin á Hellissandi á Snæfellsnesi. Meðal efna sem lögreglan lagði hald á voru kannabisefni, amfetamín, kókaín, ofskynjunarsveppir, MDMA og LSD. Telur lögreglan að um 200 manns hafi verið á tónleikunum.
Í tengslum við samkomuna komu upp tvö barnaverndarmál. Þurfti lögreglan að hafa afskipti af fólki á tjaldstæði sem var í fíkniefnaneyslu og var með ung börn. Var þeim málum komið til barnaverndaraðila. Þá voru þrír ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Fram kemur í færslu lögreglunnar að samkomugestir hafi margir hverjir verið ósáttir við afskipti lögreglu og var tvívegis gerður nokkur aðsúgur að lögreglunni þegar hún var að hafa afskipti af fólki. Handtók lögreglan nokkra aðila sem var sleppt að yfirheyrslum loknum.
Síðustu ár hefur hátíðin verið haldin án mikilla afskipta lögreglu en núna hélt lögreglan uppi markvissu eftirliti og notaði meðal annars tvo fíkniefnahunda. Mest var um neysluskammta að ræða sem lögreglan lagði hald á hjá fólkinu.
Um helgina komu 29 fíkniefnamál upp hjá Lögreglunni á Vesturlandi og voru flest þeira tengd gestum tónleikanna „Extreme...
Posted by Lögreglan Vesturlandi on Monday, 10 August 2015