Enginn vill berjast við Gunnar

Erfiðlega gengur að finna andstæðing fyrir Gunnar, en svo gæti …
Erfiðlega gengur að finna andstæðing fyrir Gunnar, en svo gæti farið að hann berjist ekki í október eins og áður var áætlað. Árni Torfason

Erfitt hefur reynst að finna andstæðing fyrir Gunnar Nelson, bardagakappa, fyrir mögulegan bardaga í Dublin á Írlandi í október. Allir þeir bardagamenn sem óskað hefur verið eftir bardaga við hafa sagt nei og komið með ýmsar afsakanir. Þetta er haft eftir Jóni Viðari Arnþórssyni, forseta Mjölnis, á vefsíðunni MMA-fréttir. 

Eftir sigur Gunnars á Brandon Thatch í síðasta mánuði hefur mikið verið rætt um næsta andstæðing hans og var strax horft til þess að hann myndi berjast í Dublin, enda er Gunnar bæði vinsæll þar sem og hefur hann tengingu í gegnum þjálfara sinn, John Kavanagh og bardagaklúbb hans í landinu.

Meðal mögulegra andstæðinga sem hafa verið nefndir eru þeir Stephen Thompson og Demian Maia. Ekkert hefur þó heyrst opinberlega frá Thompson og Maia óskaði eftir að berjast við einhvern hærra á styrkleikalistanum en Gunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert