Evran orðin miklu ódýrari

Efnahagsbatinn skilar auknum kaupmætti. Það kemur fram í þróun raungengis …
Efnahagsbatinn skilar auknum kaupmætti. Það kemur fram í þróun raungengis evru á móti krónu. mbl.is/afp

Raungengi evru gagnvart krónu hefur ekki verið lægra síðan vorið 2008.

Samkvæmt útreikningum Yngva Harðarsonar hagfræðings, sem gerðir voru að beiðni Morgunblaðsins, hefur raungengi evru og þeirra mynta sem hún var upphaflega sett saman úr verið að meðaltali 134 krónur síðan 1972. Raungengi evru gagnvart krónu þarf því að veikjast um 8% til að meðaltalinu sé náð.

Gengi krónunnar hrapaði við efnahagshrunið. Það hafði áhrif á sögulegt meðaltal raungengis evru gagnvart krónunni. Gengi krónunnar er sögulega séð enn veikt. Þessi þróun, ásamt launahækkunum, hefur í för með sér að hlutfallslegur launakostnaður fer hækkandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert