37 milljarðar króna í húfi

mbl.is/Helgi Bjarnason

Áætlað útflutningsverðmæti sjávarafurða til Rússlands á árinu 2015 nemur 37 milljörðum króna. Þetta kemur fram á minnisblaði sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lögðu fram á fundi með utanríkismálanefnd Alþingis í fyrradag. Verðmætið er mun meira en áður var talið.

Allar líkur eru nú taldar á að Rússar muni bæta Íslandi á lista yfir þau ríki sem þeir beita viðskiptabanni. Ekki er þó víst hvort bannið hefði áhrif á makrílsölu Íslendinga til Rússlands. Fréttastofan Tass hefur eftir starfsmanni landbúnaðarráðuneytisins að óljóst sé hvort viðskiptabann við Ísland myndi ná yfir „ákveðnar fisktegundir“.

Aldrei hefur meira mælst af makríl í íslenskri lögsögu en í nýafstöðnum leiðangri Hafrannsóknastofnunar. Álykta má að um eða yfir tvær milljónir tonna af makríl hafi mælst í lögsögunni í ár, borið saman við tæplega 1.600 þúsund tonn í fyrra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert