Engin gæsla í matartímum?

mbl.is/Rósa Braga

Kennarar geta valið hvort þeir sinna gæslu í matartímum eða ekki. Ekki er lengur greitt sérstaklega fyrir þá gæslu og telja skólastjórnendur í Reykjavíkurborg að kennarar muni ekki gefa tíma sinn til nemenda þegar þeir sitja að snæðingi.

Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla, og formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík segir að áður hafi kennari átt að kenna 26 stundir og fengið greitt fyrir aðra viðveru með nemendum.

Í nýja samningnum sé búið að opna á að kennarar geti hafnað gæslu í hádegi enda sé ekki greitt sérstaklega fyrir þá gæslu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert