Skall á regnbogann á Skólavörðustíg

Regnboginn á Skólavörðustíg hefur vakið mikla athygli.
Regnboginn á Skólavörðustíg hefur vakið mikla athygli. mbl.is/Þórður Arnar

Neðsti hluti Skólavörðustígsins í miðborg Reykjavíkur hefur vakið töluverða athygli síðustu daga eftir að regnbogi var málaður á götuna í tilefni hinsegin daga.

Svo virðist sem hjólreiðamenn hafi lent í vandræðum á leið sinni eftir götunni í dag eftir að fór að rigna þar sem málningin varð mjög hál. Engir bílar hafa keyrt eftir götunni og er hún því hálli fyrir vikið. 

<blockquote class="twitter-tweet">

Hjólreiðamenn athugið! Regnbogamálningin á Skólavörðustíg er mega svell núna í rigningunni. Datt þar áðan og er núna með meiddi :(

— Steinþór Helgi (@StationHelgi) <a href="https://twitter.com/StationHelgi/status/631419637373272064">August 12, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Blaðamaður mbl.is hafði samband við Steinþór sem sagði að hann hefði einfaldlega runnið á ferð niður Skólavörðustíginn. „Meiddið er í minna lagi og ég alveg í heilu lagi. En svæðið þarna var gríðarlega sleipt og ágætt að fólk sé meðvitað um það svo það endurtaki ekki klaufaganginn í mér.“

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg höfðu engar ábendingar borist þegar blaðamaður mbl.is hafði samband en sett verða upp skilti eins fljótt og auðið er til viðvörunar.

Þá stendur einnig til að setja upp skilti þar sem vakin er athygli á því að gangandi vegfarendur séu í forgangi á göngugötusvæðum en að sögn Hildar Gunnlaugsdóttur, verkefnisstjóra hjá Reykjavíkurborg, hefur nokkuð borið á því að hjólreiðamenn og vegfarendur á hjólabrettum fari hratt yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka