Belgar með lægsta tilboðið í dýpkun Landeyjahafnar

Stórfyrirtækið Jan de Nul átti lægsta tilboðið í útboði Vegagerðarinnar. …
Stórfyrirtækið Jan de Nul átti lægsta tilboðið í útboði Vegagerðarinnar. Fyrirtækið hefur boðið skipið Pinta sem er 90 metrar að lengd.

Belgíska stórfyrirtækið Jan de Nul bauð tæplega 588 milljónir króna í dýpkun Landeyjahafnar næstu þrjú árin, eða út árið 2017.

Tilboðið miðar við að fyrirtækið dæli upp 750 þúsund rúmmetrum af sandi næstu þrjú árin, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Tvö tilboð bárust Vegagerðinni auk tilboðsins frá Jan de Nul. Þau komu frá finnskum og dönskum stórfyrirtækjum. Björgun ehf., sem hefur sinnt dýpkun í höfninni til þessa, skilaði ekki tilboði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert