Mikil stemning á Kings of Leon

Mikil stemning er á tónleikum bandarísku rokksveit­ar­inn­ar Kings of Leon sem nú standa yfir í Laugardalshöll. Um 8000 manns eru á svæðinu, og að sögn viðstaddra sem mbl.is ræddi við er rokkið allsráðandi.

Hljóm­sveit­ina, sem var stofnuð árið 1999, skipa bræðurn­ir Ca­leb, Nath­an og Jared Followill og frændi þeirra Matt­hew Followill, all­ir frá Nashville Tenn­essee. Hljóm­sveit­in hef­ur und­an­farið verið aðal­núm­erið á stærstu tón­leika­hátíðum heims, meðal ann­ars á Hró­ar­skeldu, Coachella, Gla­st­on­bury, Rock Werchter og Lollap­alooza.

Árið 2010 vann hljóm­sveit­in til Grammy verðlauna í nokkr­um flokk­um, þar á meðal flokk­un­um Plata árs­ins og Besta rokklagið. 

Frétt mbl.is: „Þetta verður mikið show“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert