Vill fá fund með Lavrov

Gunnar Bragi hefur óskað eftir fundi með Sergej Lavrov um …
Gunnar Bragi hefur óskað eftir fundi með Sergej Lavrov um viðskipti Íslands og Rússlands. Hér fundar Lavrov með Vladimír Pútín forseta.
Í lok þessa mánaðar verður haldinn fundur utanríkisráðherra norðurskautsríkjanna í Alaska, í boði Johns Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tekur þátt í fundinum fyrir Íslands hönd.

Gunnar Bragi sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að auk norðurskautsríkjanna hefði nokkrum áheyrnarfulltrúum að norðurskautsráðinu verið boðið til fundarins. Samtals yrðu 14-16 utanríkisráðherrar á fundinum.

„Gert er ráð fyrir að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, komi til fundarins og við höfum óskað eftir því að fá fund með honum, um viðskipti Íslands og Rússlands,“ sagði utanríkisráðherra.

Gunnar Bragi segir að í dag sé útilokað að segja til um það hvaða vörur Rússar muni banna innflutning frá Íslandi á, komi á annað borð til viðskiptabanns á Ísland. Ráðuneytið afli upplýsinga frá Rússlandi eftir megni.

Ráðherra sagði líklegt að Barack Obama Bandaríkjaforseti kæmi til fundarins, sem væri til marks um það hversu mikla áherslu Bandaríkin legðu á málefni norðurskautsins og loftslagsmál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert