Arnar sviptur Íslandsmeistaratitli

Arnar Pétursson kom í mark rétt á undan Ingvari Hjartarsyni.
Arnar Pétursson kom í mark rétt á undan Ingvari Hjartarsyni. mbl.is/Kristinn

Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands svipti í gær Arnar Pétursson Íslandsmeistaratitli í Víðavangshlaupi ÍR frá því í apríl á þessu ári, en sigurinn var strax umdeildur þar sem Arnar skar síðustu beygjuna. Arnar vann hlaupið með einni sekúndu, en Ingvar Hjartarson sem var í öðru sæti kærði niðurstöðuna og úrskurðaði sambandið nú að hann væri réttmætur verðlaunahafi.

Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????

Posted by Óskar Hlynsson on Monday, 27 April 2015

Í áliti Laganefndar FRÍ kemur meðal annars fram að augljóst hafi verið að með afmörkun og mælingu brautarinnar hafi verið gert ráð fyrir því að hlaupið væri á götunni. Segir einnig að ef hlaupa megi á gangstígum og hjólastígum, þá eigi það að vera sérstaklega merkt, sem var ekki í þessu tilviki.

Árangur Arnars, sem var skráður í afrekaskrá sambandsins í kjölfar hlaupsins, verður fjarlægður þaðan, en laganefnd sambandsins telur það vera hagsmuni íþróttarinnar. „Laganefnd telur að það séu hagsmunir íþróttarinnar og frjálsíþróttahreyfingarinnar í heild, sem og einstakra keppenda, að skráður árangur og veiting verðlauna og titla sé jafnan hafin yfir vafa,“ segir í úrskurðinum.

Tekið er fram að úrskurðurinn er kæranlegur til dómstóls ÍSÍ.

Frétt mbl.is: Stytti Arnar sér leið?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert