Sakar ráðherra um heimsku og lygar

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður.
Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. mbl.is/Kristinn

Sig­urður G. Guðjóns­son, lögmaður, sak­ar Gunn­ar Braga Sveins­son, ut­an­rík­is­ráðherra um heimsku og lyg­ar á Face­booksíðu sinni.

„Heimsk­ur og lyg­inn ráðherra !

Af frétt­um fjöl­miðla í gær og í dag er ljóst að Gunn­ar Bragi hafi ekki sam­ráð við aðra ráðherra í rík­is­stjórn þegar hann ákvað að setja viðskipta­bann á Rúss­land.

Heimsku­leg­ast ákvörðun ráðherra í rík­is­stjórn Sig­mund­ar og Bjarna.

Ráðherr­ann fór því með rangt mál í Mogga gær­dags­ins.

Spurn­ing hef­ur þjóðin efni á heimsk­um og lygn­um ráðherra, skrif­ar Sig­urður G. Guðjóns­son á Face­book í morg­un.

Vís­ar hann þar til viðtals við Gunn­ar Braga í Morg­un­blaðinu í gær vegna viðskipta­banns á Rúss­land. Þar var haft eft­ir Gunn­ari Braga:

„Málið hef­ur nokkr­um sinn­um verið á borði rík­is­stjórn­ar og ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og ekki komið fram til­laga um að breyta um stefnu. Við þekkt­um hverj­ar út­flutn­ingstöl­urn­ar eru og hve mikl­ir hags­mun­ir geta verið und­ir, það var farið yfir það,“ sagði Gunn­ar Bragi í sam­tali við Morg­un­blaðið, aðspurður hvort unn­in hefði verið áhættumats­skýrsla um hvað væri í húfi ef Rúss­ar settu viðskipta­bann á Ísland.

„Mun­ur­inn á þess­ari ákvörðun og Íraksstuðningn­um sem minnst er á í Reykja­vík­ur­bréfi Morg­un­blaðsins er að þetta var rætt í rík­is­stjórn og sam­ráð var haft við ut­an­rík­is­mála­nefnd sam­kvæmt lög­um,“ sagði ráðherra.

Í gær gerði Sig­urður G. um­mæli ráðherr­ans að um­tals­efni á Face­book:

„Gunn­ar Bragi seg­ir líka í viðtali við Mogga dags­ins að viðskipta­bannið hafi verið rætt í rík­is­stjórn.

Sé horft til frétta af fund­ar­höld­um rík­is­stjórn­ar í sum­ar þá ligg­ur það fyr­ir að rík­is­stjórn­in hef­ur ekki haldið fund í um 40 daga.

Gunn­ar Bragi virðist því vera sð segja ósatt um það að þetta nýj­asta út­spil hans í ut­an­rík­is­mál­um hafi verið rætt í rík­is­stjórn.

Fjöl­miðlar hljóta að grennsl­ast fyr­ir um sann­leiks­gildi orða ut­an­rík­is­rá­herr­ans hjá öðrum ráðherr­um, enda ljóst að ákvörðunin kann að leiða til þess að önn­ur ráðuneyti þurfi að leggj­ast í vík­ing til að selja þá vöru sem Rúss­um var ætluð,“ skrifaði Sig­urður G. á Face­book í gær­morg­un.

Gunnar Bragi Sveinsson
Gunn­ar Bragi Sveins­son AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert