„Tók á taugarnar að fara niður“

Haukur Hákon Loftsson var ánægður með ferðina upp að Steini.
Haukur Hákon Loftsson var ánægður með ferðina upp að Steini. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér fannst þetta æðislegt. Það skiptir máli að fatlaðir fái líka að njóta þess sem Esjan hefur upp á að bjóða. Það eru ekki margir fatlaðir sem fá þetta tækifæri,“ segir Haukur Hákon Loftsson sem fór upp á Esjuna í dag í torfæruhjólastól með aðstoð Öryggismiðstöðvarinnar.

Öryggismiðstöðin með aðstoð sjálfboðaliða ferjar í dag fjölda fatlaðs fólks upp á Esjuna í sérstökum torfæruhjólastólum sem hafa verið fluttir til landsins fyrir þetta sérstaka verkefni. 

Sjá frétt mbl.is: Hjálpa fötluðum upp Esjuna

„Ferðin upp að Steini gekk vel,“ sagði Haukur Hákon við blaðamann mbl.is þegar hann var nýkominn niður eftir gönguna. „Við vorum svakalega heppin með veðrið, það var algjört logn. Við fórum alla leið upp að Steini.“

„Það voru hindranir á leiðinni, til dæmis traktor á miðjum stíg. En við stóðum saman og komumst framhjá þeim hindrunum. Það tók hins vegar meira á taugarnar að fara niður því þá var grenjandi rigning og mikið af rúllandi grjóti. Það var hlýtt á leiðinni upp en kalt á toppnum og á leiðinni niður vorum við að drepast úr kulda,“segir Haukur en bætir þó við að það hafi aldrei komið til greina að hætta við. 

„Við gáfumst aldrei upp. Það eina sem kom til greina var að klára þetta og við gerðum það. Við vorum búin að undirbúa okkur undir að það yrði kalt.“

Haukur segist hafa notið útsýnisins á fjallinu fræga. „Það var mikill heiður að fá að fara þangað upp. Svo uppi á toppnum var stórkostlegt útsýni á alla kanta,“ sagði Haukur við blaðamanninn áður en hann hélt inn í Esjustofu í hamborgaraveislu sem verið var að undirbúa fyrir viðstadda. 

Fjórir aðstoðarmenn fóru með Hauki upp auk þess sem fjöldi fólks var saman kominn í Esjustofu til að styðja við hópinn.

Haukur á leiðinni síðasta spölinn niður að Esjustofu í fylgd …
Haukur á leiðinni síðasta spölinn niður að Esjustofu í fylgd sjálfboðaliða. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Öryggismiðstöðin útvegaði torfæruhjólastóla og sjálfboðaliðar sjá um að ferja fólkið …
Öryggismiðstöðin útvegaði torfæruhjólastóla og sjálfboðaliðar sjá um að ferja fólkið upp. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Göngugarparnir mættu ýmsum hindrunum en það kom aldrei til greina …
Göngugarparnir mættu ýmsum hindrunum en það kom aldrei til greina að hætta við. „Við stóðum saman og komumst framhjá þeim hindrunum. Það tók hins vegar meira á taugarnar að fara niður því þá var grenjandi rigning og mikið af rúllandi grjóti," sagði Haukur við mbl.is. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fínt veður var á leiðinni upp að sögn Hauks, en …
Fínt veður var á leiðinni upp að sögn Hauks, en rigningin gerði var við sig á leiðinni niður. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Mikið fjör var við Esjustofu þegar niður var komið.
Mikið fjör var við Esjustofu þegar niður var komið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Glaðir og þreyttir eftir ferðina upp að Steini.
Glaðir og þreyttir eftir ferðina upp að Steini. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Mikil ánægja var með framtakið.
Mikil ánægja var með framtakið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert