Varað við vatnavöxtum

Jökulsá í Lóni.
Jökulsá í Lóni. mbl.is/Sigurður Bogi

Búist er við mikilli úrkomu á Suður- og Suðausturlandi næstu daga. Rennsli í ám umhverfis Mýrdalsjökul og í Skaftafellssýslum austur í Lón mun vaxa verulega. Vöð á óbrúuðum ám gætu orðið ófær. Verum varkár og skoðum vel aðstæður, segir í viðvörun á vef Veðurstofu Íslands.

Austan- og suðaustanátt, yfirleitt á bilinu 5-13 m/s. Víða skúrir, en talsverð rigning um landið SA-vert. Suðlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun með skúrum S- og V-lands, en þurrt og bjart NA-til. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á NA-landi.

Á laugardag og sunnudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða skúrir, en þurrt og bjart að mestu um landið NA-vert. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á NA-landi.

Á mánudag:
Suðvestan gola og smáskúrir fram eftir degi, en bjartviðri NA- og A-lands. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á A-landi.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðaustlæg átt 3-8 m/s. Súld með köflum S-lands, þokubakkar með A-ströndinni, en þurrt og bjart veður N-til á landinu. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á fimmtudag:
Líkur á ákveðinni austan- og suðaustanátt með rigningu eða súld, en úrkomulítið um landið N-vert. Hiti breytist lítið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka