Andlát: Sturla Friðriksson

Sturla Friðriksson.
Sturla Friðriksson.

Sturla Friðriks­son erfðafræðing­ur lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans í gær, 93 ára að aldri.

Sturla fædd­ist í Kaup­manna­höfn 27. fe­brú­ar 1922, son­ur Friðriks Jóns­son­ar kaup­manns og Mörtu Maríu Bjarnþórs­dótt­ur. Hann varð stúd­ent frá MR 1941, lauk bakka­lárs- og masters­prófi í erfðafræði frá Cornell-há­skóla 1946 og doktors­námi við Sa­skatchew­an-há­skóla 1961.

Frá ár­inu 1951 vann Sturla hjá búnaðardeild At­vinnu­deild­ar Há­skóla Íslands, var deild­ar­stjóri jarðrækt­ar­deild­ar hjá Rann­sókn­ar­stofn­un land­búnaðar­ins frá 1965 og var sett­ur for­stjóri henn­ar 1973 til 1974. Sturla var fram­kvæmda­stjóri erfðafræðinefnd­ar Há­skóla Íslands frá stofn­un 1965 fram til 1992.

Sturla var mik­ill nátt­úru­unn­andi og starfaði að fjöl­breytt­um vís­inda­rann­sókn­um og fé­lags­starfi á því sviði. Eft­ir hann ligg­ur mikið efni um upp­haf lífs í Surts­ey. Sturla var fé­lagi í Vís­inda­fé­lagi Íslend­inga og formaður Verðlauna­sjóðs Ásu Guðmunds­dótt­ur Wright frá 1965-2005 auk þátt­töku í öðru fé­lags­starfi.

Sturla læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Sigrúnu Lax­dal, dótt­ur þeirra Sigrúnu Ásu, þrjú barna­börn og þrjú barna­barna­börn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka