Enginn skortur á „stórgrósserum“

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins,
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins,

Karl Garðars­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, gagn­rýn­ir í dag mál­flutn­ing Ásmund­ar Friðriks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, varðandi deil­una við Rúss­land þar sem Ásmund­ur hafði lagt til að látið yrði af stuðningi við viðskiptaþving­an­ir á Rúss­land. Seg­ir Karl í pisli sín­um á Eyj­unni að það sé þyngra en tár­um taki að hlýða á rök­semda­færslu Ásmund­ar.

Karl seg­ir eng­an skort á „stór­gróss­er­um og fylgi­tungl­um þeirra á Íslandi sem eru til­bún­ir til að selja sálu sína fyr­ir aur­inn.“ Seg­ir hann þessa menn til­búna að fórna mann­rétt­ind­um og lýðræði fyr­ir stund­ar­gróða og þá skipti engu máli þó að 7.000 manns hafi látið lífið í Úkraínu, millj­ón­ir séu á ver­gangi, alþjóðasamn­ing­ar brotn­ir og full­veldi Evr­ópu­rík­is fót­um troðið með inn­rás ann­ars rík­is.

„Að gefa eft­ir í mál­efn­um Úkraínu væru skelfi­leg skila­boð. Ef við get­um ekki staðið með þjóðum sem búa við of­ríki ná­granna sinna sem virða ekki alþjóðasamn­inga, þá skul­um við ekki gera kröf­ur um stuðning annarra þjóða næst þegar við þurf­um á slíku að halda,“ seg­ir Karl í pistl­in­um og hrós­ar að lok­um Gunn­ari Braga Sveins­syni, ut­an­rík­is­ráðherra, fyr­ir fram­göngu sína í mál­inu.

Gunn­ar Bragi gagn­rýndi í morg­un hvernig sum­ir út­gerðar­menn hefðu talað um ákvörðun Íslands um að styðja viðskiptaþving­an­ir gagn­vart Rúss­um. Sagði hann að ef menn tækju eig­in­hags­muni fram yfir heild­ar­hags­muni þá væri rétt að velta því fyr­ir sér hvort þeir væru bestu menn­irn­ir til að fara með auðlind­ina og kallaði í leiðinni eft­ir að út­flytj­end­ur myndu sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð í þessu máli.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Karl gagnrýndi afstöðu hans varðandi deiluna …
Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Karl gagn­rýndi af­stöðu hans varðandi deil­una við Rússa. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert